Færsluflokkur: Uppskriftir

Rabarbarabaka, þessi er góð !!

Rabarbarabaka 

400 g  rabarbari í bitum

2 egg

2 1/2 dl  sykur

2 msk. bráðið smjör

1 1/2 dl hveiti

þeytið egg og sykur saman þar til eggin eru orðin létt og ljós. Blandið þá hveitinu varlega saman við eggjablönduna. Penslið stórt eldfast mót eða 6-8 lítil mót með smjöri. Hellið eggjablöndinni í mótið. Stráið þá rabarbaranum yfir blönduna.

1/2 dl kókosmjöl

50 g smjör, mjúkt

1 dl púðursykur

Allt sett í hrærivél og blandað vel saman. Stráið blöndunni yfir eldfasta mótið og bakið við 180°C í 20 -25 mín. Berið fram með ís eða þeyttum rjóma.

 


Rabarbarapæ

Rabarbarapæ200 g smjörlíki, mjúkt
200 g sykur
200 hveiti
100 g suðusúkkulaði, saxað
Rabarbarabitar (nóg til að þekja pæbotninn)
Hnoðið vel saman smjörlíki, sykri og hveiti. Setjið megnið af deiginu í pæform og þekið upp kantana. Skerið rabarbara í sneiðar og raðið ofan á. Stráið súkkulaðibitum yfir. Setjið afganginn af deiginu ofan á, eins og á t.d. hjónabandssælu og þrýstið niður á rabarbarann. Stráið kanilsykri yfir (gefur klikkað bragð) og bakið við 200°C þar til er fallega brúnt. Gott með ís eða rjóma. Komið svo í himnaríki með pæið og gefið að smakka.

Dásamleg döðlukaka.

250 gr. Döðlur settar í pott ásamt vatni sem rétt flýtur yfir.  Suðan látin koma upp, þá er slökkt undir og 1tesk matarsódi sett út i. Látið bíða. 120 gr. Mjúkt smjör5 msk sykur 2 egg3 dl hveiti½ tsk salt1 tesk lyftiduft½ tsk vanilludropar100 gr. brytjað súkkulaði Smjör og sykur þeytt saman eggin sett út í eitt í senn.  Blanda hveiti og þurrefnun saman við og smá döðlumauki og hrærið varlega svo að lokum restinni af döðlumaukinu og súkkulaðinu.Bakist í lausbotna formi vel smurðu í cirka 30-40 mín (ekki á blæstri )við 180 °¨ C. Borið fram með þeyttum rjóma og karamellusósu. 

Karamellusósa. 120 gr. smjör115 gr. púðursykur ½ tesk vaniludropar¼ bolli rjómi. Allt sett saman í pott og látið suðuna koma upp, lækkið hitann og láta malla í cirka 2-3 mín og hrært í á meðan. 1 kökusneið, þeyttur rjómi og heit karamellusósa yfir   ...........frábært.


Sticky toffee pudding

Sticky toffee pudding Sticky toffee pudding

 

 

175 gr. flórsykur

60 gr. smjör

2 - 3 egg

175 gr. hveiti

1 tsk lyftiduft

175 gr döðlur - smátt skornar

1 bolli soðið vatn - hellt yfir döðlurnar

½ tsk. vanilludropar

1 tsk matarsódi

baka í 30 mín  í 170° C í blástursofni

Aðferð

Döðlur + vatn látið standa.

Flórsykur og smjör þeytt saman => létt og ljóst, eggjunum bætt út í einu í einu og þeytt á milli. Restin sett útí og enda á döðlujukkinu.

Deigið á að vera frekar lint.

Kakan á að vera örlítið klesst í miðjunni, þannig að það má suða í henni þegar hún er tekinn út úr ofninum

 

Sósa

80 gr. smjör

75 gr. púðursykur

4 msk. rjómi

 

Hitað í potti þar til sykurinn er vel uppleystur, gera holur í kökuna, (ég nota skaftið af hrærunni í þeytaranum) og hella sósunni yfir og allt í kring.  Það er líka gott að tvofalda sósuna namm namm

 

 

 


Japanskur kjúklingaréttur með stökkum núðlum.

Japanskur kjúklingaréttur með stökkum núðlum.

Fyrir 6-8 

 

6-8 kjúklingabringur

Olía til steikingar

Sweet  hot chili-sósa, eftir smekk 

 

2 pokar súpunúðlur

200 gr möndluflögur

2-4 msk sesamfræ 

Blandað salat, t.d. klettasalat, eikarlauf og lambasalat

2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt

2 mangó skorin í bita

1 rauðlauk, skorin í sneiðar 

 

1 bolli ólífolía

½ bolli balsamedik

4 msk sykur

4 msk. Sojasósa 

 

 

Skerið kjúklingabringur í strimla og snöggsteikið í olíu á pönnu. Hellið sweet hot chili-sósunni yfir og látið malla í smá stund.

 

Setjið ólífolíu, balsamedik, sykur og sojasósu í pott og látið suðuna koma upp. Hrærið af og til í sósunni á meðan hún er að kólna svo hún skilji sig ekki. Láta kólna

Brjótið súpunúðlur í litla bita og ristið á þurri pönnu svo þær verði stökkar. Setjið til hliðar á disk og látið kólna. Ristið möndluflögur og sesamfræ sitt í hvoru lagi, Setjið til hliðar og kælið.

 

Setjið salat í stóra skál eða fat og blandið kirsuberjatómötunum mangóbitum og rauðlauk saman við. Dreifið ristuðu núðlunum, möndluflögunum og sesamfræjunum yfir, dreypið sósunni yfir og setjið loks heita kjúklingastrimlana ofan á.

 

Þessi réttur geymist vel og er líka góður kaldur.  Hann hentar vel einn og sér sem klúbbréttur eða málsverður. Það er hægt að minnka og stækka hlutföllin eftir því sem við á.  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband