17.10.2008 | 11:21
Sticky toffee pudding
Sticky toffee pudding
175 gr. flórsykur
60 gr. smjör
2 - 3 egg
175 gr. hveiti
1 tsk lyftiduft
175 gr döðlur - smátt skornar
1 bolli soðið vatn - hellt yfir döðlurnar
½ tsk. vanilludropar
1 tsk matarsódi
baka í 30 mín í 170° C í blástursofni
Aðferð
Döðlur + vatn látið standa.
Flórsykur og smjör þeytt saman => létt og ljóst, eggjunum bætt út í einu í einu og þeytt á milli. Restin sett útí og enda á döðlujukkinu.
Deigið á að vera frekar lint.
Kakan á að vera örlítið klesst í miðjunni, þannig að það má suða í henni þegar hún er tekinn út úr ofninum
Sósa
80 gr. smjör
75 gr. púðursykur
4 msk. rjómi
Hitað í potti þar til sykurinn er vel uppleystur, gera holur í kökuna, (ég nota skaftið af hrærunni í þeytaranum) og hella sósunni yfir og allt í kring. Það er líka gott að tvofalda sósuna namm namm
Flokkur: Uppskriftir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.