Rabarbarabaka, þessi er góð !!

Rabarbarabaka 

400 g  rabarbari í bitum

2 egg

2 1/2 dl  sykur

2 msk. bráðið smjör

1 1/2 dl hveiti

þeytið egg og sykur saman þar til eggin eru orðin létt og ljós. Blandið þá hveitinu varlega saman við eggjablönduna. Penslið stórt eldfast mót eða 6-8 lítil mót með smjöri. Hellið eggjablöndinni í mótið. Stráið þá rabarbaranum yfir blönduna.

1/2 dl kókosmjöl

50 g smjör, mjúkt

1 dl púðursykur

Allt sett í hrærivél og blandað vel saman. Stráið blöndunni yfir eldfasta mótið og bakið við 180°C í 20 -25 mín. Berið fram með ís eða þeyttum rjóma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband